Guðsþjónusta 7. apríl

 

Fermingarbörn síðasta árs komu í kirkju

 

Í guðsþjónustunni 7. apríl komu fermingarbörn er áttu eins árs fermingarafmæli. Hjónin Hjördís Ólafsdóttir og Sigurður Kristjánsson lásu ritningarlestra. Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónaði, ásamt Friðriki Vigni Stefánssyni, organista. Eygló Rúnarsdóttir leiddi almennan safnaðarsöng. Veitingar voru í boði Björnsbakarís. Við þökkum fyrir glæsilegar veitingar þeirra.