Lionsguðsþjónusta 28. apríl – höfðingleg gjöf

Sunnudaginn 28. apríl var guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Seltjarnarneskirkju að venju kl. 11.

Lionsmenn tóku þátt í athöfninni. Ægir Ólason og Gunnar Pálsson lásu ritningarlestra. Örn Johnson las bænir og Guðjón Jónsson las lokabæn. 

Selkórinn söng í guðsþjónustunni undir stjórn Oliver Kentish. Organisti var Bjarni Þór Jónatansson.

Bragi Ólafsson,formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness færði söfnuði Seltjarnarneskirkju 250 sálmabækur að gjöf, er Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar, tók við,  fyrir hönd safnaðarins.

Við þökkum innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Um er að ræða nýjar sálmabækur sem eru sérmerktar nafni kirkju og gefenda. Guðmundur afhenti af þessu tilefni Braga þakkarskjal sem er undirritað af sóknarpresti og formanni sóknarnefndar. Lionsmenn buðu öllum viðstöddum að þiggja glæsilegar veitingar í safnaðarsal Seltjarnarneskirkju að athöfn lokinni. Hafi þeir bestu þakkir fyrir það.