Ein hoher Tag kömmt & Magnificat

Tónleikar 8. nóvember kl. 17:00

Næstkomandi laugardag 8.nóv. mun Kammerkór Setljarnarneskirkju ásamt Judith Þorbergsson Tobin orgelleikara og félögum úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja kantötuna "Ein hoher Tag kömmt" eftir Gottfried August Homilius og "Magnificat" eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Þessi verk eru mjög áheyrileg,  full af gleði og að auki um frumflutning að ræða hér á Íslandi. Tilefni tónleikanna eru tvenn þ.e. að tónskáldin eiga 300 ára fæðingarafmæli á þessu ári og svo á Seltjarnarnessöfnuður 40 ára afmæli daginn eftir 9.nóv. Þessa helgi verða því mikil hátíðarhöld í Seltjarnarneskirkju. Kammerkórinn á svo einnig 20 ára afmæli á þessu ári.

Einsöngvarar eru átta og koma alllir úr röðum
kórfélaga. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti
Seltjarnarneskirkju.

Tónleikarnir hefjast kl.17 í Seltjarnarneskirkju.
Aðgangeyrir er 2000 kr. í forsölu og 2500 kr við inngang.

Allir velkomnir.