Áríðandi tilkynning

Ferðin í Engey fellur niður. Björgunarsveitarmenn treysta sér ekki að flytja fólk út í Engey vegna vöntunar á mannskap. Ferðin verður farin síðar.

Guðsþjónusta verður haldin í Seltjarnarneskirkju á morgun (20. ágúst) kl. 11. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, spjallar um Engey. Það er nokkurs konar upphitun fyrir Engeyjarferð síðar.

Veitingar eftir athöfn.