Streymi: Föstudagurinn langi

golgataPassíusálmunum verða streymt á Facebook frá Seltjarnarneskirkju á Föstudaginn langa hinn 10. apríl nk. frá kl. 13 til um kl. 18. Það er 25 manna hópur sem les kveðskap sr. Hallgríms Péturssonar, þar sem skáldið rekur aðdraganda krossfestingar Krists, ásamt spaklegum útleggingum og hollráðum, sem þjóðin hefur í margar kynslóðir talið sér til góðs að hugleiða, ekki síst í nánd við páska. Milli lestra munu þau hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og fv. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Gunnar Kvaran, sellóleikari og prófessor við Listaháskóla Íslands, flytja hugljúfa tónlist.