Kvennakaffi

Þriðjudagsmorgun 15. september kl. 10

Í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju ætlum við að bjóða upp á
kvennakaffi kl. 10 á þriðjudagsmorgnum. Fyrirmyndin er karlakaffið sem
er í safnaðarheimili kirkjunnar tvisvar sinnum í viku. Það er engin
dagskrá í kvennakaffinu. Konur geta mætt og spjallað við aðrar konur um
allt á milli himins og jarðar. Kvennakaffið er vettvangur til þess að
staldra við og fá sér kaffi eða te og með því og eiga samfélag.

Allar konur eru velkomnar.