Fjölmenni við innsetningu sóknarprests

Um 270 manns tóku þátt í messu í Seltjarnarneskirkju 25. nóvember síðastliðinn. Sr. Birgir Ásgeirsson, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, setti sr. Bjarna Þór Bjarnason inn í embætti sóknarprests. Fermingarbörnin gengu í fyrsta sinn til altaris með foreldrum sínum. Guðmundur Einarsson og Steinunn Einarsdóttir lásu ritningarlestra. Bjarni Torfi Álfþórsson las bænir. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar sungu. Friðrik Vignir Stefánsson var organisti. Sunnudagaskólinn var á sama tíma. Eftir athöfn var boðið upp á smákökur (þrjár sortir) kaffi og djús.