Myndir frá messu þann 6. maí

Guðsþjónusta um vatnið. Hallgrímur Magnússon, heilsugæslulæknir fjallaði um vatnið í líkamanum í ljósi nýjustu rannsókna. Sóknarprestur prédikaði um vatnið í Biblíunni. Haukur Björnsson, fyrrverandi formaður
sóknarnefndar las ritningarlestra og sagði jafnframt frá starfi Timburmanna sem er hópur völunda er vinnur listaverk í tré með útskurði og fleiru. Sjálfur hefur Haukur smíðað forláta langspil sem hann spilar á með boga úr hrosshári. Hann gaf nokkur tóndæmi í kirkjunni. Fjórir félagar hans voru kallaði fram og þeim færðar þakkir fyrir listaverk þeirra sem eru á sýningu í forkirkjunni og safnaðarheimilinu. Þá er einnig sýning um vatnið í kirkjunni.

Félagar úr Kammerkór kirkjunnar sungu undir stjórn organistans Friðriks Vignis Stefánssonar. Eftir athöfn var öllum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimili, vatnsdeigsvínarbrauð sem voru í boði Björnsbakarís og vatnsflöskur í boði Vífilssfells. Við þökkum fyrir framlög þessara fyrirtækja.