Fræðslumorgunn og æskulýðsdagurinn í Seltjarnarneskirkju 4. mars

Fjölmenni var á fræðslumorgni í Seltjarnarneskirkju kl. 9.45. Auðbjörg Reynisdóttir, hjúkrunarfræðingur,  hélt áhugaverðan fyrirlestur um gildi hláturs í lífinu. Hláturinn lengir lífið, það hafa rannsóknir leitt í ljós.

Fjölskyludguðsþjónusta í tilefni af æskulýðsdegi var haldin kl. 11. Fjölmenni sótti athöfnina. Sóknarprestur og Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi stýrðu guðsþjónustunni ásamt starfsfólki sunnudagaskólans. Sveinn Bjarki sló gítarinn. Organisti kirkjunnar lék á flygilinn. Börn og fullorðnir tóku vel undir sönginn. Hjónin Örn Sigurðsson og Jelena kona hans léku tvö lög á strengjahljóðfæri ásamt þremur börnum sínum. Var það glæsilegt og eftirminnilegt fyrir alla. Tvær stúlkur úr sönghópnum Meistari Jakob í Valhúsaskóla sungu og léku tvö lög afar vel. Pálína talaði við börnin um Faðir vor og brúðuleikhús var líka á staðnum. Fermingarbörnin tóku virkan þátt í hreyfisöngvum í þessari athöfn sem jafnt ungir sem aldnir nutu á þessum æskulýðsdegi.

Í lokin var boðið upp á glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu. Björnsbakarí gaf ljúffengar vínabrauðslengjur. Egill Skallagrímsson gaf Kit kat súkkulaði og Góa Sinalco. Við þökkum þessum fyrirtækjum fyrir gjafirnar.