Myndir frá sunnudeginum 16. feb

 

Fræðslumorgunn kl. 10.

Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu, flutti fræðsluerindi um ættfólk sitt í Hrólfskála og í Pálshúsum. Fjölmenni var viðstatt fyrirlestur hans. Við þökkum Sigurði kærlega fyrir framlag hans.

 

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.

Gunnar Kvaran, sellóleikari las tvö ljóða sinna og lék fagurt lag eftir Bach eftir ræðu. Gunnar fagnaði sjötugsafmæli sinu 16. janúar síðastliðinn og af því tilefni voru honum færð blóm að gjöf frá söfnuðinum.  Sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Fermingarbörn lásu ritningarlestra. Friðrik Vignir Stefánsson var organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiddu almennan safnaðarsöng. Eftir athöfn var boðið upp á veitingar og áfarmhaldandi samfélag. Við þökkum Gunnari framlag hans í þessari athöfn.