Fjölmenni í Gróttuguðsþjónustu.

 

Þriðja Gróttuguðsþjónustan fór fram 2. mars síðastliðinn. Húsfyllir var í athöfninni. Haraldur Eyvinds Þrastarson, formaður Gróttu flutti ávarp. Davíð B. Gíslason, stjórnarmaður í Handknattleiksdeild Gróttu,  flutti hugleiðingu. Börn í Gróttu lásu ritningarlestra og bænir. Fánar Gróttu skreyttu kirkju og safnaðarheimili. Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir sungu undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar, organista. Gróttulag Jóhanns Helgasonar var sungið í lokin við fögnuð viðstaddra. Gróttufólk sá um glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.