Dagsferð eldri bæjarbúa 22. maí

Sameiginleg dagsferð félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi  og Seltjarnarneskirkju veðrur fimmtudaginn 22. maí.

Skráningarblað liggur frammi á Skólabraut, Eiðismýri og í kirkjunni. Nánari upplýsingar í síma 893-9800.

Verð er kr. 5.000.- Innifalið í verðinu er rútan, leiðsögn og veitingar.

Dagskrá

Kl. 9.00 fimmtudaginn 22. maí  verður lagt af stað frá Skólabraut.

 Fyrsti  Fyrsti viðkomustaður er Víðistaðakirkja þar sem sr. Bragi Ingibergsson tekur á móti hópnum og segir frá listaverki Baltasars.

Kl. 9.40 er morgunkaffi í safnaðarheimili Víðistaðakirkju.

Kl. 10.30. Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands við Strandgötu. Erlendur Sveinsson leiðir hópinn um safnið og sýnir stutta mynd.  

Kl. 12.30.  Við heimsækjum veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík og fáum þar íslenska kjötsúpu, kaffi og súkkulaðimola.

Þá ökum við nýja Suðurstrandaveginn áleiðis til Þorlákshafnar. Við Þorlákskirkju tekur sr. Baldur Kristjánsson á móti hópnum.

Kl. 15.30. Hendur í höfn. Gallerý og kaffihús. Þar skoðum við okkur um og fáum kaffi og góðgæti áður en lagt verður af stað í heim á leið.