Sunnudagaskólinn 29. mars

Velkomin í sunnudagaskólann

asni 28samveraNæstu sunnudaga ætlum við í sunnudagaskólanum að setja inn efni hér á heimasíðu Seltjarnarneskirkju.  Í dag ætlar Mýsla og Rebbi skella sér á Páska-eggja-eyju og spjalla saman. Saga dagsins verður líka og þá er gott að hafa blýant og blað tilbúið því nú reynir á smá teiknileikni. Hér svo mynd dagsins, sem þið getið náð í prentað út til að litað og svo horft á frábæran Sunnudagaskóla sem Biskupsstofa bíður uppá á YouTube.

Hér fyrir neðan er saga dagsins, Atburðir kyrruviku.

 

Samvera 29

Atburðir kyrruviku

22mars nr28

Veistu hvað kyrravika er? Er það vikan þegar foreldrarnir leggja frá sér símana og byggja úr legókubbum með börnunum sínum eða lesa í Barnabiblíunni eða segja söguna af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða söguna um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu? Kannski. En kyrravika er hún eigi að síður kölluð vikan frá því á pálmasunnudegi fram til laugardagsins fyrir páska. Þá gerðist margt og mikið. Viltu heyra?

Fyrst kom skírdagur. Það er fimmtudagur fyrir páska. Þá borðaði Jesús síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum. Jesús vissi að bráðum myndi hann deyja, stíga upp til himna og vera hjá Guði. Hann vildi kveðja vini sína.

– Verið ekki áhyggjufull, því andi minn, heilagur andi, mun aldrei yfirgefa ykkur. Svo þvoði Jesús fætur lærisveina sinna. Það fannst þeim dálítið skrýtið. En Jesús var að minna þau á að vera ekki hrokafull, heldur elska hvert annað. Svo kom föstudagurinn langi. Lærisveinarnir, vinir og vinkonur Jesú, fóru með honum í Getsemanegarðinn. Þangað komu hermenn og tóku Jesú með sér. Hann var handtekinn fyrir að tala eins og hann væri sonur Guðs. En hann er sonur Guðs! Hann kom í heiminn sem frelsari mannanna. Óvinir Jesú sögðu að hann yrði að deyja.

Svona getur öfund og afbrýðisemi eyðilagt allt. Jesús var krossfestur föstudaginn langa. Það var mikill sorgardagur fyrir alla sem elskuðu Jesú. Þau grétu. Jesús reyndi að hugga vini sína, hann var hugrakkur, en hann vissi líka að Guð væri sterkari en dauðinn.

Hið góða myndi sigra — alltaf.