Sunnudagaskólinn 13. apríl

Velkomin í sunnudagaskólann

asni 28samveraÍ dag fá Mýsla og Rebbi hann Fróða í heimsókn og ræða hvað þau hafa lært í sunnudagaskólanum. Þórdís les sögu dagsins sem heitir Fylgið mér. Hér er svo mynd dagsins, þið getið prentað hana út og  litað. Síðan mælum við með að horfa á Sunnudagaskólann sem Biskupsstofa bíður uppá.

Hér fyrir neðan er saga dagsins sem heitir Fylgið mér.

 Samvera 31

22mars nr28

Fylgið mér!

Jesús hitti nokkra fiskimenn sem höfðu verið að veiða á bátnum sínum á vatninu við Kapernaum. Mikill fjöldi fólks fylgdi Jesú, börnin hlupu allt í kring og ærsluðust.

– Jesús, Jesús, hér er ég, hér er ég, hrópaði fólkið.

Allir vildu hitta Jesú. Jesús steig út í bát fiskimannanna og sagði þeim að róa frá landi. 

– Ætlar þú að tala úr bátnum okkar? spurðu þeir.

Fólkið, börnin og foreldrarnir sátu á ströndinni og Jesús talaði til þeirra úr bátnum hjá fiskimönnunum. Þetta var eins og kirkja. Kirkjan okkar í sunnudagaskólanum!

Um kvöldið sagði Jesús að nú skyldi haldið til veiða. – Setjið netin út í vatnið, sagði Jesús. Ekki leið á löngu þar til netin fylltust af fiski. Svo margir fiskar komu í netin að þau slitnuðu næstum því. Þetta var kraftaverk!

Þá sagði Jesús við fiskimennina:

– Ég þarf á hjálparmönnum að halda, lærisveinum. Fylgið mér og þið munuð menn veiða.

Þessi saga er ein af sögunum af því þegar Jesús hitti fólk, kenndi því um kærleika Guðs og bað það að hjálpa sér að segja öllum frá því hve gott væri að eiga Guð að vini. Og Guð gaf okkur Jesú sem minnir okkur á að gleyma aldrei voninni og bjartsýninni og umburðarlyndinu og að muna eftir að sýna öllum kærleika. Guð gaf okkur hvert annað. Trúin, vonin og kærleikurinn eru gjafir frá Guði sem elskar okkur alltaf og verður með okkur allt til enda veraldar. Við erum aldrei ein á ferð. Við erum lærisveinar Jesú!