LISTAHÁTÍÐ

LISTAHÁTÍÐ SELTJARNARNESKIRKJU 2016

Listahátíð Seltjarnarneskirkju verður sett á sunnudag 25. sept. kl. 16 og Þá verður málverkasýning hátíðarinnar opnuð. 

akrafjallHátíðin hefst með ávarpi formanns Listahátíðarnefndar, Gunnlaugs A. Jónssonar: "Ég hef augu mín til fjallanna." - Fjöll í Biblíu og listum.
Síðan flytja þeir Elmar Gilbertsson tenór og Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, fjögur íslenskt lög um fjöll. Að því loknu flytur Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri á Listasafni Íslands, erindi er hún nefnir: "Horft til fjalla - helgistaður málarann." Loks opnar Hrafnhildur B. Sigurðardóttir málverkasýninguna og gestum verður boðið upp á veitingar. - Ókeypis aðgangur er á opnunarhátíðina sem og alla aðra viðburði hátíðarinnar.

Hér má nálgast dagskrá listahátíðar.