Helgihald í Seltjarnarneskirkju í kyrruviku og á páskum 2019

 

14. apríl - pálmasunnudagur

 
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur,  þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti kirkjunnar,  leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.  Kammerkórinn syngur. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.
Fermingarmessa kl. 13.
Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Kammerkórinn syngur.  
 

15. apríl – mánudagur

 
Páskaeggjabingó kl. 19.30
Spjaldið kostar kr. 300  fyrir börn  og kr. 400 fyrir fullorðna.
 

17. apríl – miðvikudagur

 
Kyrrðarstund. Súpa og brauð eftir stundina.
 

18. apríl – skírdagur

 Máltíð og samfélag kl. 18. Boðið upp á kalt lambalæri og kartöflusalat. Borðhald fer fram inni í kirkjuskipinu.
 Fólk þarf að skrá sig í síma 899-6979
 

19. apríl – föstudagurinn langi

 
Seltirningar lesa Passíusálmana kl. 13-18 . Tónlistaratriði  á milli lestra. Kaffi á könnunni inni í safnaðarheimilinu.
 

21. apríl – páskadagur

 
Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni kl. 8 ásamt morgunverði eftir athöfn. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Kammerkórinn syngur.