paskar blomHelgihald í Seltjarnarneskirkju í dymbilviku og á páskum:

27. mars – kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir athöfn.

28. mars – Skírdagur – Altarisganga kl. 20 á helgu skírdagskvöldi

29. mars – föstudagurinn langi – Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt organista og félögum í Kammerkór kirkjunnar. Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir. Seltirningar lesa. Lesturinn stendur yfir frá kl. 13 til kl. 18.

31. mars – páskadagur – hátíðarguðsþjónusta kl. 8 á páskadagsmorgni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur og Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, þjóna, ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. Heitt súkkulaði og með því að athöfn lokinni.

1. apríl – annar í páskum. Ferming kl. 10.30.