Fimmtudagurinn 9. maí

Dagur eldri borgara í Seltjarnarneskirkju
kl. 11 á uppstigningardag

Messa á Degi eldri borgara í Seltjarnarneskirkju kl. 11.
Ingibjörg Hannesdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, flytur hugleiðingu.

Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur.

Eldri borgarar úr Garðabæ koma í messuna og lesa ritningarlestra.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar, ásamt Friðriki Vigni Stefánssyni, organista.

Veitingar eftir athöfn í boði kirkjunnar. Friðrik organisti leikur á harmónikku undir almennan söng undir borðum.