Sunnudagurinn 13. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Helgar meyjar í íslenskri miðaldalist - Margrét Hrefna Sæmundsdóttir segir frá efni BA ritgerðar sinnar í listfræði.

 

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffiveitingar.

Sýning á verkum Ingibjargar Hjartardóttur opnuð í anddyri kirkjunnar er ber heitið ,,Friður.” Einnig verður opnuð sýning á verkum Soffíu Sigurjónsdóttur og Maríu Bjarnadóttur í safnaðarheimili kirkjunnar.

 

Spjall um arkítektúr Seltjarnarneskirkju kl. 15

Hörður Harðarson, annar af tveimur arkítektum Seltjarnarneskirkju spjallar um arkrítektur kirkjunnar. Kaffi og kleinur.