Sunnudagurinn 31. ágúst

,,Appelsínuguðsþjónusta" kl. 11

í tilefni af bæjarhátíð á Seltjarnarnesi Seltjarnarneskirkja er í appelsínugula hverfinu á Nesinu. Þess vegna  bjóðum við upp á ,,Appelsínuguðsþjónustu." Sr. Bjarni Þór Bjarnason,  sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar  úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Kaffiveitingar með appelsínuívafi eftir athöfn.

Munum, að messuheimsókn er góð fyrir heilsuna. Niðurstöður rannsókna sýna það.

Allir hjartanlega velkomnir í guðsþjónustu sunnudagsins.