Sunnudagurinn 8. febrúar

Biblíudagurinn

Fræðslumorgunn kl. 10

Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, fjallar um Biblíuna og tónlistina í tali og tónum

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Valgeir Ástráðsson, stjórnarmaður í Hinu Íslenska Biblíufélagi, prédikar.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar.

Biblíumaraþon kl. 15-17

Lesnir verða valdir textar úr Biblíunni af ýmsum einstaklingum.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Fólk getur komið og farið eftir hentugleikum, fengið sér kaffi og spjallað.

Fjölmennum á fjölbreytilega atburði Biblíudagsins!