Sunnudagurinn 22. febrúar

Konudagurinn

 

Fræðslumorgunn kl. 10

Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, spjallar um áhrif Biblíunnar í verkum sínum.

 

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Strengjakvartettinn Askja sem er skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur þrjú lög.

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu.

Konur úr Kvenfélagi Seltjörn taka þátt í athöfninni.

Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar.

Farandsýningin Veggir í sögu kvenna opnuð.