Sunnudagurinn 1. mars 2015

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

 

Fræðslumorgunn kl. 10

 

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um Biblíuna og Martein Lúther.

 

Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11

 

Æskulýðsguðsþjónusta með þátttöku Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa og leiðtoga í sunnudagaskólanum og félaga í Íþróttafélaginu Gróttu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Friðiks Vignis Stefánssonar, organista. Gömlu meistararnir syngja.  Börn og unglingar í Gróttu lesa ritningarlestra og bænir. Vöfflukaffi eftir að allir hafa sungið Gróttulagið af krafti.