í kyrruviku og á páskum

29. mars – pálmasunnudagur

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Veggteppi eftir Unni Ólafsdóttur tekið í notkun. Sóknarprestur, organisti og Kammerkórinn. Kaffiveitingar.

2. apríl – skírdagur

Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11. Hjördís Kristinsdóttir, flokksforingi á Hjálpræðishernum flytur prédikun. Efni guðsþjónustannar er frá Alþjóðlegum bænadegi kvenna frá Bahamaeyjum. Sr. María Ágústsdóttir þjónar ásamt sóknarpresti. Kammerkórinn syngur. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Messa á skírdagskvöldi kl. 20. Sóknarprestur, organisti og Kammerkórinn. 

3. apríl – föstudagurinn langi

Lestur Passíusálmanna hefst kl. 13. Allir sálmarnir 50 lesnir og mun lesturinn taka rúmlega fimm klukkutíma. Tónlistaratriði.

5. apríl – páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sóknarprestur, organisti og Kammerkórinn. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur, prédikar.

Heitt súkkulaði og með því.

6. apríl – annar í páskum

Fermingarmessa kl. 11. Sóknarprestur, organisti og Kammerkórinn.