Uppstigningardagur – 14. maí

Guðsþjónusta á Degi eldri borgara kl. 11

Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma flytur hugleiðingu.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju og sr. Magnús Björn Björnsson, formaður ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, þjóna fyrir altari.

Erna Kolbeins og Guðmundur Hjálmarsson lesa ritningarlestra.

Kristín Hannesdóttir umsjónarmaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á  Seltjarnarnesi, les bænir.

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Barnakórinn Litlu snillingarnir og Sönghópur eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi, Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar.

Kaffiveitingar í boði safnaðarins.

Handverkssýning

Handverkssýning á verkum eldri bæjarbúa opnar kl. 15 á Skólabraut 3-5. Kaffi og vöfflur til sölu í eftirmiðdaginn á Skólabrautinni.