Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Guðsþjónusta kl. 11

islenskifaninnGuðsþjónusta með þátttöku félaga í Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Guðmundur Snorrason flytur hugleiðingu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Gunnar Kvaran og Elísabet Waage leika á selló og hörpu. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar í anda þjóðhátíðardagsins.