Safnaðarstarf

Safnaðarstarf um kyrruviku og páska.

 
25. mars – pálmasunnudagur
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kaffiveitingar og samfélag. 
 
Fermingarmessa kl. 13
 
26. mars
Páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu kl. 20
 
29. mars - skírdagur
Guðsþjónusta kl. 11 á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga og Alþjóðlegs bænadags kvenna. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prédikar.
 
Altarisganga og máltíð í Seltjarnarneskirkju kl. 18. Fólk þarf að skrá sig til þátttöku í síma 561-1550 eða 899-6979.
 
30. mars – föstuldagurinn langi
Lestur allra Passíusálmanna frá kl. 13-18. Seltirningar lesa.
 
1. apríl - páskadagur 
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08 fyrir hádegi. Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng. Morgunverður og samfélag að athöfn lokinni.

Sunnudagurinn 11. mars

innkirkjuskip

Fræðslumorgunn kl. 10

Björgvin Schram segir frá dvöl sinni sem barn og unglingur að Hofi í Öræfasveit

Messa og sunnudagaskóli  kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Organisti safnaðarins leikur á orgelið.

Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar í Kammerkór kirkjunnar syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunnudagurinn 4. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um stundina ásamt sóknarpresti og organista.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.