Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Sunnudagurinn 3. nóvember

 Fræðslumorgunn kl. 10

,,Þú hefur gengið of langt.“ – Frásaga af Jakobsvegi

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, talar


Menningarmessa og sunnudagaskóli kl. 11

seltjakirkja blaSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Hann sjórnar Söngfjélaginu sem syngur í messunni.

Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng.

Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu.

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.

Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness, flytur ávarp.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 27. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Viðhorf til málræktar og málstefnu fyrr og nú

Ari Páll Kristinsson, rannsóknaprófessor,  talar


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar fyrir altari

Kristján Hrannar Pálsson er organisti

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 20. Október

 Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

vesturhlidSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.

Sigurbjörg Thelma Sveinsdóttir sópran og nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.