Uppstigningardagur. Fimmtudagur 29. maí kl. 14:00

Guðsþjónusta á Degi eldri borgara

Sóknarprestur þjónar. Erna Kolbeins flytur hugleiðingu. Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar, organista. Eldri bæjarbúar er hvattir til að bjóða afkomendum sínum og ástvinum að koma með í guðsþjónustuna. Barnagæsla verður á neðri hæð kirkjunnar meðan á athöfn stendur. Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 11. maí

– mikið um dýrðir

Vinamessa kl. 11.

Vinir úr Sauðárkrókssöfnuði koma í heimsókn. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur undir sjórn Rögnvaldar Valbergssonar, organista. Organisti Seltjarnarneskirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, tekur þátt. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi þjónar fyrir altari. Fulltrúar safnaðanna lesa ritningarlestra. Veitingar að athöfn lokinni.

Tónleikar Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju kl. 13. 

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar. Létt lög úr ýmsum áttum. Ókeypis aðgangur.

Fjölskylduball í félagsheimili Seltjarnarness kl 16-18.

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur og syngur í félagsheimilinu. Tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta og tjútta í skagfirskri sveiflu. Ókeypis aðgangur.

Sunnudagurinn 4. maí

fermingar faetur

Messa með fermingu kl. 11.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. 

Fermingarmessa kl. 13.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.