Sunnudagurinn 9. mars

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.

Sóknarprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 2. mars 2014

Gróttumessa og sunnudagaskóli kl. 11 

grottaSóknarprestur þjónar. Davíð B. Gíslason, sem er í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu, flytur hugleiðingu. Ungt íþróttafólk í Gróttu les lestra og bænir. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngur ásamt Gömlu meisturunum undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og organista. Gróttulagið eftir Jóhann Helgason sungið í lokin.  Kaffihlaðborð.

Fjölmennum í Gróttumessuna og bjóðum gestum með. 

Sunnudagurinn 23. febrúar

thor w

 Fræðslumorgunn kl. 10

,,Seltjarnarnes í stríði og friði”
Dr. Þór Whitehead, prófessor, segir frá umbrotunum í lífi Seltirninga meðan dvöl herliðsins stóð þar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.


yrsa bok

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur, flytur hugleiðingu á konudaginn. Félagskonur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt í athöfninni.
Organisti er Kjartan Sigurjónsson.
Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsögn.
Kaffihlaðborð.