Sunnudaginn 3. nóvember

Kaffihúsaguðsþjónusta kl. 11

Kaffihúsaguðsþjónusta verður í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn kemur, 3. nóvember kl. 11. Fermingarbörn munu selja veitingar, skúffuköku og kaffi eftir létta guðsþjónustu í kirkjunni.

Barnakórinn Litlu snillingarnir syngja undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar, organista. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Sunnudagaskóli fellur inn í athöfnina. 

Kaffi og skúffukaka með rjóma kostar kr. 300.- Allir peningarnir sem safnast fara til Innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.

Sunnudagurinn 27. október

 

arnipall

FRÆÐSLUMORGUNN KL. 10

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rabbar um þjóðkirkjuna.
 

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Bergþóra Linda Ægisdóttir, mezzósópran, nemandi í Söngskólanum í Reykjavík, syngur einsöng. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.
Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir athöfn. Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 20. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Helstu kirkjur í  Evrópu – Ferðalag í myndum
Sr. Bjarni Þór Bjarnason segir frá.

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki prédikar. Sóknarprestur Seltirninga þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffiveitingar.