Fimmtudagur 5. maí

Messa á uppstigningardag kl. 11

austurhlidMessa verður á Degi aldraðra í Seltjarnarneskirkju. Eldri borgarar af Álftanesi koma í heimsókn og taka þátt í messunni með heimafólki. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur á Álftanesi prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sigurlaug Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messuna. Í þessari messu sameinast nesin tvö, Álftanes og Seltjarnarnes. Þess vegna er hægt að kalla þessa messu N-2 messu.

Tilkynningar

Þriðjudagurinn 26. apríl 2016

Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14

Sóknarnefnd sér um helgistund og áhugavert efni. Kaffiveitingar og gott samfélag.


Laugardagurinn 30. apríl 2016

Vori fagnað á Gróttudegin kl. 15.15

Við fögnum vori og sumri á Gróttudaginn í Albertsbúð kl. 15.15. Organistinn mætir með harmóníkuna og við syngjum lögu um sólina og birtuna. Sóknarprestur spjallar um vorið og sumarið. Fjölmennum á ljúfa stund á Gróttudegi kl. 15.15.


Sunnudagurinn 1. maí 2016

Messa á báráttudegi verkalýðsins. Arnþór Helgason flytur hugleiðingu. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messu.


Aðalsafnaðarfundur mánudaginn 9. maí kl. 17

Aðalfundur Seltjarnarnessafnaðar verður haldinn í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.  

Sunnudagurinn 17. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

noregur fanarSr. Bjarni Þór Bjarnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sr. Þórey Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Noregi, prédikar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, flytur ávarp. Hlíf Thors Arnlaugsdóttir og Elín Erlingsson lesa ritningarlestra.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Norskur kór sem heitir Vöfflukórinn syngur í athöfninni. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Vöfflukaffi og áframhaldandi samfélga eftir athöfn.