Bænastund á fimmtudagsmorgnum

baenastandurBænastund verður á fimmtudagsmorgnum

Bænastundin sem hefur verið á föstudagsmorgnum kl. 8.30 mun framvegis vera á fimmtudagsmorgnum kl. 9. Boðið er upp á kaffi og vínarbrauð eftir stundina. Á þessum stundum er meðal annars beðið fyrir sjúkum. Fyrsta bænastundin samkvæmt þessu fyrirkomulagi verður fimmtudaginn 14. apríl kl. 9.

 

Sunnudagurinn 24. apríl

VORHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR KL. 11

sumarminiSunnudagaskóla Seltjarnarneskirkju lýkur á þessu vori með hátíð í kirkjunni á sunnudaginn kemur

Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um stundina  ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar

Dans við lifandi tónlist fyrir alla fjölskylduna á neðri hæð kirkjunnar

Pylsur, djús, kaffi og aðrar veitingar eftir athöfn

Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn, fólk á öllum aldri, og gleðjumst saman!

Sunnudagurinn 10. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

austurhlidSóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.
Kaffiveitingar.


Fermingarmessa kl. 13.

fermingar faetur