2. maí

Vér getum nefnt vináttuna. Hversu rík er sú uppspretta.
Reynið að gera yður ljóst, hve oft hugur yðar hefur hlýnað við samúðarylinn frá öðrum sálum. Ef þú gætir nógu vel að, þá finnur þú, að sumir vinir þínir og skyldmenni hafa um mörg ár borið mest af því inn í sál þína, sem mest hefir auðgað hana og gert líf þitt ánægjulegra daglega. Og það er svo eðlilegt, því að þar ert þú kominn inn á svæði kærleikans; en hvar sem einhver lifir kærleikanum, þar er eitthvað af Guði sjálfum, af hinu sanna guðslífi. (Har. Níelsson)
(Heimild: Það er yfir oss vakað)