25. apríl

Úr jörðinni fæst bæði vatna og steinolía. Þótt þau séu næsta lík á ytra borði, er eðli þeirra og verkan með mjög ólíkum hætti. Annað þeirra slekkur eld, hitt æsir hann.
Þannig eru einnig heimurinn og hlutir hans, svo og hjartað og þorstinn eftir Guði, hvort tveggja skapað af hinum sama Guði. Og þegar hjartað reynir að finna fullnægju í veraldlegum hlutum eins og auðæfum og skrauti og mikilleik, verður afleiðingin námkvæmlega hin sama og þegar maður reynir að slökkva eld með því að hella á hann steinolíu.
(S.S. Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)