17. apríl

Alvegi eins og blóm megna að vaxa á ýmsum óhreinum og sóðalegum stöðum og yfirgnæfa alla ólykt með indælum ilmi sínum,
og eins og blómstrandi jurtir, sem vaxa mót birtu sólar, fá hlýju og ljós frá henni, svo að óhreinindin verka sem gagnlegur áburður og hjálpa þeim að vaxa í stað þess að valda skaða – þannig fær einnig sá sem biður hlýju og ljós við það að biðja og snúa hjarta sínu til mín. Og með sætum ilmi síns nýja og heilaga lífs, sem yfirngæfir fnykinn af illsku þessa heims, vegsamar hann mig og ber ilmandi ávöxt sem vara mun um alla tíð. (S.S. Singh)
(Heimild: Við fótskör meistarans)