14. apríl

Allir vita að það er ómögulegt að lifa án vatns. Hitt vita líka allir að ef þeir sökkva í það, geta þeir ekki haldið lífi, því þeir drukkna.
 Þess vegna er nauðsynlegt að nota vatnið til drykkjar, en maður má ekki sökkva í það. Alveg á sama hátt er það nauðsynlegt að nota heiminn og þá hluti sem eru í honum á réttan hátt, því að það er örðugt að lifa án þeirra. Guð hefur skapað heiminn til þess að mennirnir skyldu nota hann, en þeir mega ekki drukkna í honum. (S.S. Singh)
 
(Heimild: Við fótskör meistarans)