12. mars

Enginn er sá, að hann óski ekki að skilja. Hins vegar óska ekki allir að trúa. Menn segja við mig. Ég vil skilja svo ég geti trúað.
Ég svara: Trú þú svo þú fáir skilning. Báðir hafa rétt fyrir sér. Við erum sammála. Skildu til að geta trúað. Trúðu til að geta skilið. Skildu orð mín svo að þú getir trúað og trúðu Guðs orði svo að þú komist til skilnings. (Heil. Ágústínus).
(Heimild: Speki Ágústínusar)