30. janúar

Ég þekkti eitt sinn konu, sem varð þeirrar margreyndu hamingju aðnjótandi að verða móðir.
Hún varð svo ör af sælukennd, að hún tímdi ekki að sofna frá hamingju sinni í nokkrar dægur, þakklátsemin gagntók hana svo, og þörfin á að biðja fyrir þessari dýrmætu gjöf yfirskyggði allt. Svo þegar þessi litla vera tók til sín næringu, fannst móðurinni það alltaf vera dásamleg helgistund, og komst hún þá í sterkt bænarsamband við almættið, bað af djúpi síns þakkláta hjarta um blessun og kærleika til handa þeim, sem næstir henni stóðu, og sérstaklega fyrir þessari litlu veru, sem henni hafði verið trúað fyrir. (Sigurlaug M. Jónasdóttir)
 
(Heimild: Lífsviðhorf mitt)