11. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Er bæn mín varð æ innilegri og hugheilli þá hafði ég sífellt minna að segja.
Loks þagnaði ég með öllu. Ég varð það sem er algjör andstæða máls, ég var hlustandi. Ég hélt fyrst að það að biðja sé að tala. En ég lærði að það að biðja er ekki aðeins að þegja, heldur að hlusta. Þannig er það: Að biðja er ekki að hlusta á sjálfan sig tala. Að biðja er að verða hljóður og bíða uns hinn biðjandi Guð heyrir. (Sören Kierkegaard)
(Heimild: Orð í gleði)