7. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Ferðalangur í Kína sá steinsmið sem vann að því að höggva út í stein ótrúlega fallegt ljón.
Maðurinn var gapandi af undrun yfir hagleik steinsmiðsins er hann lagði síðustu hönd að því verki.
,,Er ekki óskaplega erfitt að höggva ljón úr steini?”
,,Nei, alls ekki. Það þarf bara að að höggva burtu allt það sem er ekki ljónið.”
(Heimild: Orð í gleði)