6. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Þú getur ekki ráðið því hvort dagar þínir verði margir, en þú getur ráðið því hvort að þeir verða innihaldsríkir.
Þú getur ekki ráðið útliti þínu, en þú getur stjórnað viðmóti þínu. Þú getur ekki stjórnað veðrinu, þú getur því andrúmslofti sem fylgir þér. Þú getur ekki ráðið líkamshæð þinni, en þú getur hugsað hátt. Þú getur ekki ráðið göllum annarra, en þú getur komið í veg fyrir að þú temjir þér ámóta galla.
Hvers vegna að hafa áhyggjur af hlutum sem þú hefur ekki stjórn á? Hvernig væri að einbeita sér að því að stjórna þeim hlutum sem eru undir þér komnir? (Úr sænsku)
(Heimild: Orð í gleði)