1. nóvember

Hjúkrunarfræðingur spurði prestinn: ,,Hvað getur maður sagt þegar fólk spyr um tilgang þjáningarinnar, - hverju svarar maður því fólki sem veit að það fær aldrei bata, því fólki sem veit ekki til að nokkur hirði um það – ekki einu sinni Guð?”
Presturinn þagði við en sagði svo með stillingu og festu: ,,Þú ert svarið og ég er svarið. Þar sem þú veist að þín er þörf, þar ertu svarið.” (Úr dönsku)

(Heimild: Orð í gleði)