29. október

Birt í Orð til umhugsunar

Öll mín dýrust djásn
missti ég á einum degi.
Öllum mínum erfðaperlum
týndi ég sama daginn.
 
Strax um morguninn
var kærleikurinn útkulnaður,
um nónbil var trúin önduð.
Og þegar rökkvaði
átti ég ekki eftir eina einustu bæn
sem ég gat beðið.
 
En systir miskunnsemi
vakti yfir mér um nóttina.
Og hún lét mér skiljast á þeirri nóttu
að ég gat lifað það af að vera svona fátækur
og hvílt án þess að bæra á mér
í hendi hennar.  (Schantz)
 
(Heimild: Orð í gleði)