23. október

Ungi presturinn átti að prédika í fangelsinu. Sárkvíðinn leitaði hann að réttu orðunum og ritningargreinunum til að flytja föngunum í prédikun sinni.
Þegar hann gekk í fangelsiskapelluna mættu honum hörð og hæðin andlit fanganna. Hræddur steig hann í stólinn. En þá vildi ekki betur til en svo að hann hrasaði í efstu tröppunni og datt ofan stigann. Kapellan undirtók af hlátri fanganna. Presturinn brölti á fætur, eldrauður af blygðun yfir þessari niðurlægingu. En svö stökk hann upp í prédikunarstólinn og sagði hlæjandi við söfnuðinn: ,,Þetta er einmitt það sem ég ætlaði mér að gera hér! Ég ætlaði að sýna ykkur að maður getur alltaf risið á fætur aftur þótt maður hrasi.” (Úr þýsku)
 
(Heimild: Orð í gleði)