18. október

Birt í Orð til umhugsunar

Gamall rabbíi spurði lærisveina sína hvernig maður geti vitað hvenær nóttin er liðin og dagur runnin. ,,Er það þegar maður getur úr fjarlægð þekkt hund frá lambi?” spurði einn lærisveinanna.

,,Nei,” svaraði rabbíinn. ,,Er það þegar maður getur úr fjarlægð greint fíkjutré frá mórberjatré?” spurði hannar. ,,Nei,” sagði rabbíinn. ,,Hvenær þá?” spurðu lærisveinarnir. ,,Það er þegar þú sérð ókunnuga manneskju og þekkir þar bróður þinn eða systur. Fyrr er dagur ekki runninn.” (Buber)

 

Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkinu. (1. Jóh.2.9)

 

(Heimild: Orð í gleði)