17. október

Birt í Orð til umhugsunar

Faðir þinn sem sér í leynum mun umbuna þér. (Matt. 6.18)
Pílagrímurinn hafði áhyggjur af því að hann hefði of lítinn tíma til að rækta samfélag sitt við Guð. Þá talaði Guð til hans og sagði: ,,Hefurðu aðeins eina mínútu? Rammaðu hana inn með kyrrð. Eyddu henni ekki í að hugsa um hve lítinn tíma þú hefur. Ég get gefið þér heila eilífð á einni mínútu.” (Ann Carmichael: His thoughts said...His Father said)
 
(Heimild: Orð í gleði)