14. október

Birt í Orð til umhugsunar

Þegar ég bugaðist undir byrði minni baðstu mig að bera byrði annars manns. Þegar ég fálmaði í myrkrinu leiddir þú mig í veg fyrir sál sem leitaði ljóssins.
Þegar ég var óttasleginn og kvíðinn fólstu mér það verkefni að veita annarri manneskju öryggi. Undursamlegir eru vegir þínir, Drottinn.
 
(Heimild: Orð í gleði)