12. október

Birt í Orð til umhugsunar

,,Þetta var kaupmaður, sem verslaði með pillur, sem slökkva þorsta. Menn gleypa eina í viku og finna ekki framar til þess að þeir þurfi að drekka.”
,,Hvers vegna selur þú þetta?” sagði litli prinsinn.
,,Það er mikill tímasparnaður,” sagði kaupmaðurinn. ,,Sérfræðingar hafa reiknað það út. Maðurinn sparar fimmtíu og þrjár mínútur á viku.”
,,Og hvað gera menn við þessar fimmtíu og þrjár mínútur?”
,,Menn gera við þær það sem þeim sýnist.”
,,Ef ég,” sagði litli prinsinn við sjálfan sig, ,,hefði fimmtíu og þrár mínútur aflögu, mundi ég ganga rólega að lind...” (Litli prinsinn)
 
(Heimild: Orð í gleði)