6. október

Birt í Orð til umhugsunar

Rithöfundurinn og gyðingurinn, Chaim Potok, sagði frá köllun sinni að verða rithöfundur. Frá unga aldri var það draumur hans.
En þegar hann fór í háskóla tók móðir hans hann til hliðar og sagði við  hann: ,,Chaim, ég að þú vilt verða rithöfundur, en ég hef betri hugmynd: Af hverju verðurðu ekki skurðlæknir? Þú myndir bjarga mörgum frá dauða og græða mikla peninga.”
En Chaim svaraði: ,,Nei, mamma, ég vil verða rithöfundur.!”
Alltaf þegar hann kom heim í frí öll háskólaárin talaði móðir hans um þetta sama. Í einu leyfa sinna sprakk móðir hans og sagði að hann væri að sóa lífi sínu til einskis. En þá svaraði hann og sagði: ,,Nei, mamma, ég vil ekki bjarga fólki frá dauða. Ég vil hjálpa því að lifa!”
Guði sé lof fyrir allt sem gert er til að bjarga frá dauða og allt það fólk sem leggur sig fram um að hjálpa fólki að vinna úr vandamálum sínum. Og Guði sé lof fyrir listina og ljóðið sem hjálpar fólki að lifa, og allt sem vekur trú á lífið og líf í trú. (Eugene Peterson)

(Heimild: Orð í gleði)